Öll meðhöndlun persónuupplýsinga af hendi okkar er í samræmi við landslög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma.
*Mýrdal Múr heldur ekki utan um skrá yfir hverjir fara í gegnum heimasíðu okkar, hvorki heimilisfang, símanúmer, netfang eða IP-tölu.
*Síðan er unnin í gegnum Google Sites, Google kann að afla upplýsinga sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, það kann að vera netfang, IP-tala eða upplýsingar um notkun einstaklings á vefsíðu.
*Mýrdal Múr ehf. geymir aðeins persónupplýsingar sem viðskiptavinur sendir frá sér í gegnum í tölvupóst, s.s. heimilisföng,nöfn eða símanúmer.
*Persónuverndarstefna Facebook á við þegar smellt er á hlekki sem færa viðskiptavini yfir á Facebook.
*Persónuverndar stefna Konto á við þegar sendir eru út reikningar og kröfu í heimabanka.
Skilmálar vefsíðu-
Vafrakökur (e: cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í hverju því tæki sem þú notar til að skoða vefinn.
Vefsíður okkar nota vafrakökur Google til að tryggja góða notendaupplifun og greina umferðina á vefnum, þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsins og er ekki tryggt að vefurinn virki sem skyldi ef vafrakökur eru ekki leyfðar.
Vefmælingar eru gerðar í samstarfi við Google. Þegar þú heimsækir vefinn er nafnlausum upplýsingum safnað saman af þessum aðila fyrir okkur og notum við svo þessar upplýsingar til að bæta vefinn og upplifun þína á honum. Þessar upplýsingar eru t.d. hvaðan komið var á vefinn til okkar, hvert var farið fyrst, á hvernig tæki var vefurinn skoðaður, hverju var leitað að á vefnum o.þ.h. Nánari upplýsingar um vafrakökur, hvernig hægt er að stýra notkun þeirra og eyða þeim má finna á eftirfarandi vefsíðu: http://www.allaboutcookies.org/manage-cookies/
Allar myndir ásamt texta sem finna má á "myrdalmur.is" er eign Mýrdal Múr ehf. og óheimilt er að nota það efni á öðrum vettfangi.
Skilmálar tölvupósta-
Tölvupóstar og viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem tölvupósturinn er stílaður á og gætu innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Ef þú hefur fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti þessum og viðhengjum hans biðjum við þig að fara eftir 9. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 og gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa efni þeirra né skrá þau hjá þér né notfæra þér þau á nokkurn hátt og tilkynna samstundis að tölvupósturinn hafi ranglega borist þér. Brot gegn þessu varða bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. laganna.
Skilmálar Mýrdal Múr ehf.
1. Viðskiptasamningur
Við upphaf verks telst viðskiptasamningur gerður og fylgja honum ákveðnar kvaðir:
Mýrdal Múr ehf. ábyrgist að standa skil á góðri og réttri vinnu í samræmi við verklýsingu.
Viðskiptavinir okkar ábyrgjast að standa skil á greiðslum skv. verksamningi
2. Verð,vextir og greiðslur
Verð er samkomulagsatriði og er birt með fyrirvara áður en verkefni hefjast. Greiðslur skulu innheimtast samkvæmt samkomulagi.
Sé rafrænn reikningur kominn yfir eindaga, bætist við dráttarvextir skv. vaxtatöflu Seðlabanka Íslands hverju sinni.
Mýrdal Múr ehf. innheimtir jafnframt leigu á búnaði sem talið er nauðsynlegt að nota til að vinna verk. Slíkur búnaður getur verið vinnupallar,grindverk og öryggismerkingar. Í tilboðsverki er þessi kostnaður innifallinn.
3. Ábyrgð og gæði
Við störfum eftir eigin gæðahandbók og öryggisreglum en fylgjum ávallt byggingareglugerð og landslögum í okkar störfum.
Viðskiptavinur á rétt að fá blað um öryggisreglur sem við fylgjum ásamt því að geta óskað eftir bréfi sem staðfestir löggildingu í iðngrein.
4. Tafir og ábyrgðarmál
Við munum halda þér upplýstum um framvindu og leysa úr öllum árekstrum samdægurs.
5. Ágreiningur
Allur ágreiningur þar með talið brot á skilmálum þessum sem kann að koma upp skal leystur með sáttamiðlun eða í gegnum Íslensk yfirvöld.